Englar eru til en hafa ekki vængi

Þeir líta ekki svona út, englarnir. Þeir eru ekki feit …
Þeir líta ekki svona út, englarnir. Þeir eru ekki feit smábörn og hafa enga vængi.

Engl­ar eru til en þeir hafa enga vængi. Þetta seg­ir helsti engla­sér­fræðing­ur kaþólsku kirkj­unn­ar. Hann seg­ir engla nú aft­ur komna í tísku, þökk sé ný­ald­ar­sinn­um.

„Ég held að kristn­ir hafi upp­götvað engl­ana á ný,“ seg­ir prest­ur­inn Renzo Lavatori  við AFP-frétta­stof­una á ráðstefnu um engla sem fram fór í Róm­ar­borg.

„Maður sér engla ekki endi­lega en finn­ur frek­ar fyr­ir nær­veru þeirra,“ seg­ir Lavatori og bæt­ir við: „Þeir eru eins og sól­ar­ljós sem þú sérð brotna í gegn­um krist­alsvasa.“

Oft eru engl­ar sýnd­ir á mynd­um sem búldu­leit börn með vængi. Lavatori seg­ir þá alls ekki líta þannig út. „Engl­ar hafa ekki vængi og líta ekki út eins og börn,“ seg­ir hann.

Lavatori er ekki aðeins sér­fræðing­ur í engl­um held­ur einnig djöfl­um. Hann seg­ir að sjald­an hafi verið jafn mik­il þörf fyr­ir engl­ana og nú vegna efn­is­hyggju í sam­fé­lag­inu sem hef­ur „opnað dyr“ fyr­ir djöf­ul­inn.

„Djöf­ul­leg öfl hafa meiri áhrif nú. Það er þess vegna sem sjá má raðir fólks fyr­ir utan skrif­stof­ur sær­ing­ar­manna kirkn­anna.“

Hann seg­ir Frans páfa tala meira um djöfla en engla. Það sé rétt af hon­um. „En hann hef­ur ekki verið lengi að, hann mun snúa sér að engl­un­um líka.“

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Vatnsberi

Sign icon Mál sem tengjast ferðalögum, framhaldsmenntun og lögfræði ættu að ganga sérlega vel á þessu ári. Farðu með gát, en þangað sem hugmyndirnar streyma að þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofie Sar­en­brant
2
Unni Lindell
3
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
4
Bjarki Bjarna­son
5
Jill Man­sell
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Vatnsberi

Sign icon Mál sem tengjast ferðalögum, framhaldsmenntun og lögfræði ættu að ganga sérlega vel á þessu ári. Farðu með gát, en þangað sem hugmyndirnar streyma að þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofie Sar­en­brant
2
Unni Lindell
3
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
4
Bjarki Bjarna­son
5
Jill Man­sell