Stelsjúkir kettir valda usla

Þeir Denis og Theo fara ránsloppum um heimili nágranna sinna.
Þeir Denis og Theo fara ránsloppum um heimili nágranna sinna.

Þeir Denis og Theo líta kannski sakleysislega út, en þeir eru kettirnir að baki glæpabylgju sem riðið hefur yfir austurhluta Englands að undanförnu. Stelsýki er ekki óþekkt fyrirbæri meðal katta. Hjá Denis eru það helst undirföt mannfólksins sem heilla, en Theo stenst ekki þá freistingu sem jólaskraut nágrannanna er.

BBC greinir frá þessu. Síamskötturinn Theo býr í Ipswich og er þrautreyndur innbrotsþjófur. Sambýlisfólk hans hefur reglulega gripið til þess ráðs að stofna Facebook-síðu til að auglýsa eftir eigendum ýmissa hluta sem kötturinn færir með sér heim.

Auglýsa þýfið á Facebook

Hleðslutæki og barnaleikföng hafa verið í sérstöku uppáhaldi hjá Theo, en á aðventunni virðist jólaskapið hafa heltekið hann því síðustu vikur hefur hann dregið með sér heim talsvert magn af jólaskrauti, sem sambýlisfólk hans telur að hafi verið stolið af jólatrjám nágrannanna.

Kötturinn Denis sem býr í Luton er haldinn sömu stelsýki, en nærföt og Barby-dúkkur eru í sérstöku uppáhaldi hjá honum, að sögn sambýliskonu hans. Á jólunum er hann þó vanur að safna líka notuðum gjafapappír og koma með hann heim. Sambýliskona Denis hefur líka notað samfélagsmiðla eins og Facebook til að auglýsa eftir eigendum þýfisins. Það gengur þó misvel og situr hún uppi með fullan kassa af illa fengnum munum.

Þjófóttir vegna skorts á móðurást?

BBC ræddi við sérfræðing í líffræði- og atferli katta, Roger Tabor, sem segir að stelsýki sé sjaldgæf meðal katta en þekkist þó. Margir kettir eigi það til að taka heim með sér minjagripi eða sigurtákn, en yfirleitt sé það eitthvað matarkyns.

Kattasérfræðingurinn telur að stelsýki katta eins og Theo og Denis skýrist af því að þeir hafi misst móður sína sem kettlingar og þar af leiðandi aldrei verið kennt að veiða lifandi bráð. „Vegna skorts á eðlilegri tengingu við móður sína hafa þeir fengið „leikföng“ á heilann og veiða þau eins og bráð.“

Íslenski þjófakötturinn Sókrates

Þess má geta að þeir Theo og Denis eiga sér sálufélaga á Íslandi, en það er kötturinn Sókrates í Garðabæ sem mbl.is sagði frá í fyrra.

Sókrates hefur fært eigendum sínum tuskudýr, lopavettlinga, dúkkuföt og ýmislegt annað.

Sjá: Sókrates stelur sokkum og húfum

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert með tiltekna hugmynd á heilanum sem varðar stjórnmál eða trúmál í dag. Hvort þú ert einn, með vinum eða fyrir framan áhorfendur, ertu aldrei leiðilegur.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert með tiltekna hugmynd á heilanum sem varðar stjórnmál eða trúmál í dag. Hvort þú ert einn, með vinum eða fyrir framan áhorfendur, ertu aldrei leiðilegur.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar