Fróaði sér í vímu og barðist við 15 löggur

Andrew Frey
Andrew Frey Marion County Sheriff's Office

Karl­maður á fer­tugs­aldri, Andrew Frey, var hand­tek­inn í Or­egon-ríki í Banda­ríkj­un­um fyr­ir að fróa sér inni á bar á meðan hann var í metam­feta­mín­vímu. Maður­inn lét öll­um ill­um lát­um þegar lög­reglu bar að  og þurfti það kalla til auka­mann­skap, alls fimmtán lög­regluþjóna.

Frey neitaði að greiða lása­smiði fyr­ir veitta þjón­ustu og fór þaðan í versl­un­ar­miðstöð.  Hon­um var fljót­lega vísað þaðan sök­um ástands síns og fór hann þaðan á næsta bar. Þar tók hann til við að fróa sér eft­ir að hafa fyrst berað sig fyr­ir fram­an barþjón­inn. 

Lög­regl­an var kölluð á svæðið, og færði maður­inn sig þá inn á kló­sett staðar­ins þar sem hann hélt áfram sjálfs­fró­un sinni. Lög­regluþjónn gerði til­raun til að hand­taka mann­inn, meðal ann­ars með notk­un raf­byssu en allt kom fyr­ir ekki. Lög­regluþjónn­inn kallaði því á aðstoð og fimmtán lög­reglu­menn mættu á svæðið og tókst þeim þá loks að yf­ir­buga mann­inn. 

Maður­inn seg­ist ekki muna eft­ir neinu eft­ir að hann komst í vím­una. 

Heim­ild­ir:

FlashAl­ert.net

New York Daily News

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Tvíburar

Sign icon Þú mátt ekki láta söknuðinn drepa þig í dróma, þótt vík sé á milli vina. Treystu víðsýnum félaga fyrir viðkvæmu málefni sem þú þarft að ræða.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Sofie Sar­en­brant
3
Unni Lindell
5
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Tvíburar

Sign icon Þú mátt ekki láta söknuðinn drepa þig í dróma, þótt vík sé á milli vina. Treystu víðsýnum félaga fyrir viðkvæmu málefni sem þú þarft að ræða.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Sofie Sar­en­brant
3
Unni Lindell
5
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
Loka