Eineygðum nautabana fagnað

Spænski nautabaninn Juan Jose Padilla, sem blindaðist á öðru auga þegar hann var stangaður af nauti árið 2011, fékk gríðarlega góðar viðtökur þegar hann mætti í hringinn í Kólumbíu á dögunum.

Padilla tók þá þátt í árlegu nautaati sem ber heitið Feria de Cali, sem fer fram í kólumbísku borginni Santiago de Cali.

Segja má að ótrúlegt sé að Padilla skuli hafa haldið áfram sem nautabani eftir það sem gerðist 7. október 2011 í Zaragoza á Spáni. Þá stangaði naut hann undir hökuna og rak hornið alla leið upp í vinstra auga hans.

Padilla var í lífshættu en lífi hans var bjargað í fimm klukkustunda aðgerð. Sjón hans var þó ekki hægt að bjarga og er hann lamaður á vinstri helmingi andlitsins.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Gerðu þér far um að vera jafn praktískur og þú ert tilfinninganæmur. Reyndu að sýna fyrirmennum eða yfirboðurum almennt kurteisi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
2
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Gerðu þér far um að vera jafn praktískur og þú ert tilfinninganæmur. Reyndu að sýna fyrirmennum eða yfirboðurum almennt kurteisi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
2
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir