Grunlaus nunna eignaðist son

Litli drengurinn hefur fengið nafnið Frans í höfuðið á Frans …
Litli drengurinn hefur fengið nafnið Frans í höfuðið á Frans páfa. AFP

Nunna sem eignaðist lít­inn dreng í ít­ölsku borg­inni Rieti í vik­unni seg­ir að hún hafi ekki haft hug­mynd um að hún væri ólétt. Hún var flutt í skyndi á sjúkra­hús með kviðverki sl. miðviku­dag, en hún taldi að um magakrampa væri að ræða.

Nunn­an, sem er 31 árs göm­ul frá El Sal­vador, hef­ur nefnt dreng­inn Frans í höfuðið á nú­ver­andi páfa. 

Simo­ne Petr­a­neli, borg­ar­stjóri Rieti, hef­ur beðið al­menn­ing og fjöl­miðla um að virða einka­líf kon­unn­ar, að því er seg­ir á vef breska út­varps­ins.

Þar kem­ur jafn­framt fram, að málið hafi vakið heims­at­hygli og bein­ist kast­ljós fjöl­miðlanna að smá­bæn­um, en íbú­ar eru 47.000 tals­ins. 

Nunn­an óskaði eft­ir aðstoð sjúkra­bíls sl. miðviku­dags­morg­un. Nokkr­um klukku­stund­um síðar eignaðist hún heil­brigðan lít­inn dreng. 

„Ég vissi ekki að ég væri ólett. Ég fann aðeins fyr­ir kviðverkj­um,“ hef­ur ít­alska frétta­stof­an ANSA eft­ir henni.

Starfs­fólk sjúkra­húss­ins hef­ur hafið að safna bæði fatnaði og fé til handa móður­inni og syni henn­ar. 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Tvíburar

Sign icon Samræður við fjölskyldumeðlimi gætu farið úr böndunum í dag. Láttu aðra vita af því hvað þér þykir vænt um þá.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sebastian Richel­sen
2
Lone Theils
3
Lotta Lux­en­burg
4
Guðrún J. Magnús­dótt­ir
5
Jón­ína Leós­dótt­ir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Tvíburar

Sign icon Samræður við fjölskyldumeðlimi gætu farið úr böndunum í dag. Láttu aðra vita af því hvað þér þykir vænt um þá.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sebastian Richel­sen
2
Lone Theils
3
Lotta Lux­en­burg
4
Guðrún J. Magnús­dótt­ir
5
Jón­ína Leós­dótt­ir