Grunlaus nunna eignaðist son

Litli drengurinn hefur fengið nafnið Frans í höfuðið á Frans …
Litli drengurinn hefur fengið nafnið Frans í höfuðið á Frans páfa. AFP

Nunna sem eignaðist lítinn dreng í ítölsku borginni Rieti í vikunni segir að hún hafi ekki haft hugmynd um að hún væri ólétt. Hún var flutt í skyndi á sjúkrahús með kviðverki sl. miðvikudag, en hún taldi að um magakrampa væri að ræða.

Nunnan, sem er 31 árs gömul frá El Salvador, hefur nefnt drenginn Frans í höfuðið á núverandi páfa. 

Simone Petraneli, borgarstjóri Rieti, hefur beðið almenning og fjölmiðla um að virða einkalíf konunnar, að því er segir á vef breska útvarpsins.

Þar kemur jafnframt fram, að málið hafi vakið heimsathygli og beinist kastljós fjölmiðlanna að smábænum, en íbúar eru 47.000 talsins. 

Nunnan óskaði eftir aðstoð sjúkrabíls sl. miðvikudagsmorgun. Nokkrum klukkustundum síðar eignaðist hún heilbrigðan lítinn dreng. 

„Ég vissi ekki að ég væri ólett. Ég fann aðeins fyrir kviðverkjum,“ hefur ítalska fréttastofan ANSA eftir henni.

Starfsfólk sjúkrahússins hefur hafið að safna bæði fatnaði og fé til handa móðurinni og syni hennar. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Létta lundin þín mun afla þér stuðnings og samvinnu á vinnustað. Farðu oftar út að ganga.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Kathryn Hughes
3
Torill Thorup
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Steindór Ívarsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Létta lundin þín mun afla þér stuðnings og samvinnu á vinnustað. Farðu oftar út að ganga.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Kathryn Hughes
3
Torill Thorup
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Steindór Ívarsson