Sum dýr jafnari en önnur

Mörgum misbauð að gíraffanum Maríusi hafi verið lógað með skoti …
Mörgum misbauð að gíraffanum Maríusi hafi verið lógað með skoti í hnakkann, og hann svo krufinn fyrir allra augum. AFP

Drápið á gíraffanum Maríusi hefur vakið mikil viðbrögð. Pistlahöfundar The Guardian velta meðal annars fyrir sér siðferðislegum spurningum um hvort rétt hafi verið farið að, hvort Maríus hefði átt að finna annað heimili og svo framvegis.

Einn forsvarsmanna dýragarðsins í Kaupmannahöfn benti á í viðtali á Channel 4 News að kjötætur éti, eðli málsins samkvæmt, kjöt, og að ef ljónin í dýragarðinum hefðu ekki fengið að gæða sér á Maríusi hefði þurft að slátra nautgripum til að fæða þau.

Afstaða til velferðar dýra gjörbreyst

Mary Warnock, pistlahöfundur á The Guardian, bendir á að afstaða manna til velferðar annarra skepna á jörðinni hafi tekið stakkaskiptum undanfarin 150 ár, þó svo að dýraníð hafi alltaf verið litið hornauga. Nú sé ekki lengur litið svo á að dýrin hafi verið sett á þessa jörð til þess eins að þjóna manninum, eins og segir í sköpunarsögunni.

Þrátt  fyrir ýmis líkindi manna og dýra þá segir hún ljóst að mannskepnan sé eina dýrategundin sem hafi getu til að velta fyrir sér eigin tilvist, setja fram siðferðislegar skilgreiningar og lagt stund á vísindi. Aðeins maðurinn myndi búa til dýragarð og setja sér samevrópska stefnu um verndun tiltekinna dýrategunda og reyna eftir fremsta megni að koma í veg fyrir skyldleikaræktun, en það var einmitt ástæða þess að Maríus var aflífaður.

Ástæðuna fyrir þessum miklu viðbrögðum segir hún einfalda: Við elskum gíraffa. Þeir eru fallegir, með óskiljanlega langan háls og augnhár og doppóttan feld, ótrúlega hraðskreiðir og grasbítar í þokkabót. Hún segir að upphrópanirnar hefðu ólíklega verið jafnháværa ef um villisvín eða kóbraslöngu hefði verið lógað með þessum hætti.

Sum dýr jafnari en önnur

Hún bendir á í pistil sínum að við álítum ekki öll dýr jöfn. Þannig leggst fólk yfirleitt frekar gegn tilraunum á prímötum heldur en músum. Mýs fá til dæmis alla jafna ekki nöfn á tilraunastofum. Maríus fékk hins vegar nafn, alveg eins og heimilishundurinn, og okkur þótti vænt um hann, segir Warnock. Hún rifjar upp atvik þegar hún fór fyrir nefnd á vegum breska innanríkisráðuneytisins, þar sem beagle-hundar voru látnir anda að sér tóbaksreyk. Viðbrögðin voru gríðarleg, og hún segir þá staðreynd að beagle-hundar séu algeng gæludýr hafi vakið þessi viðbrögð.

Rétturinn til lífs

Warnock vekur athygli á ummælum þess efnis að Maríus hafi átt rétt á að lifa. En með þeim rökum segir hún okkur setja upp ákveðna stigskiptingu í dýraríkinu. Þegar við tölum um velferð dýra, þá eigum við sjaldnast við velferð geitunga eða baktería, segir hún.

Upphrópanirnar sem urðu þegar gíraffinn var krufinn í ásjónu barna eigi fátt skylt við siðferðislegar vangaveltur. Fólki hafi bara fundist þetta ógeðslegt.

Drápið fullkomlega réttlætanlegt

Chris Packham tekur í sama streng og telur drápið hafa verið fullkomlega réttlætanlegt. Hann telur ákvörðun dýragarðsstarfsmanna um að leyfa ljónunum að éta Maríus hafi verið rétta. “Við erum svo úr tengslum við hringrás náttúrunnar að mörg börn hafa ekki hugmynd um hvaðan maturinn þeirra kemur. Ljón veiða gíraffa úti í náttúrunni. Mörgum kann að hafa fundist ógeðslegt að verka gíraffann fyrir framan börn, en ég styð það heilshugar,” skrifar hann í pistil sínum.

Atvikið segir hann hins vegar vera verstu vinnu almannatengla á síðari tímum. Samt sem áður hafi ekki verið farið í launkofa með drápið á ljónunum í Longleat, þar sem fjöldi ljóna var aflífaður án þess að það færi í hámæli.

Maríus étinn af ljónum.
Maríus étinn af ljónum. AFP
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar