Skilaði ekki spólu - fór í fangelsi

Jane Fonda og Jennifer Lopez í myndinni Monster in Law.
Jane Fonda og Jennifer Lopez í myndinni Monster in Law. Reuters

Kaylu Finely brá heldur betur í brún þegar hún rölti inn á lögreglustöð í Suður-Karólínu um helgina til þess að tilkynna glæp sem hún hafði orðið vitni að. Í stað þess að fá úrlausn sinna mála var hún sjálf handtekin, fyrir að hafa ekki skilað myndbandsspólu níu árum áður. 

Árið 2005 hafði hún leigt myndina „Monster-in-law“ með leikkonunum Jennifer Lopez og Jane Fonda. Hún skilaði hins vegar aldrei spólunni og svo fór að eigandi leigunnar tilkynnti það til lögreglu. Lögreglan gaf út formlega handtökuskipun á hendur henni en aðhafðist ekkert frekar í málinu, fyrr en nú. Finely þurfti að gista eina nótt í fangageymslu. Myndbandaleigan er í dag farin á hausinn en það breytir því ekki að Finely verður ákærð fyrir minniháttar stuld. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Lífið leikur við þig þessa dagana og rómantíkin blómstrar. Hún er allra meina bót og byggir þig upp til frekari átaka.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Sofia Rutbäck Eriksson
4
Solja Krapu-Kallio
5
Sarah Morgan
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Lífið leikur við þig þessa dagana og rómantíkin blómstrar. Hún er allra meina bót og byggir þig upp til frekari átaka.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Sofia Rutbäck Eriksson
4
Solja Krapu-Kallio
5
Sarah Morgan
Loka