Barbie gerist frumkvöðull

Barbie í hlutverki frumkvöðuls
Barbie í hlutverki frumkvöðuls Mynd/Mattel

Fyrirtækið Mattel kynnti í dag nýjustu Barbie-dúkkuna sína. Í gegnum árin hefur Barbie komið út í meira en 150 útgáfum og gegnt mörgum mismunandi störfum. Nýjasta dúkkan gegnir hinu nútímalega starfi frumkvöðuls (e. entrepreneur). 

Dúkkan sígilda skartar í starfi sínu sem frumkvöðull, bleikum kjól og ber aukahluti sem allir frumkvöðlar þurfa á að halda; snjallsíma, spjaldtölvu og skjalatösku. „Við reynum að láta Barbie fylgja straumum hverju sinni,“ segir Michelle Chidoni, talsmaður fyrirtækisins. „Kvenfrumkvöðlar verða sýnilegri með hverju árinu og þeim er alltaf að fjölga. Þetta er frábær leið til að hvetja ungar stúlkur til að læra um störf frumkvöðla.“

Frumkvöðla-Barbie er hluti af Barbie-seríunni „I can be,“ eða „ég get orðið“, seríu fyrirtækisins þar sem markmiðið er að sýna Barbie í hlutverki nútímakvenna. Fyrsta dúkkan í seríunni kom út árið 2010 og var í hlutverki tölvunarfræðings. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hugsanlegt er að þú verðir með hugmynd tengda tekjum og fjármálum á heilanum í dag. Gæfan er þér hliðholl í augnablikinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hugsanlegt er að þú verðir með hugmynd tengda tekjum og fjármálum á heilanum í dag. Gæfan er þér hliðholl í augnablikinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir