Kind og geit eignuðust afkvæmi

Paddy með litla lambið. Eða kiðlinginn. Eða hvað heitir þessi …
Paddy með litla lambið. Eða kiðlinginn. Eða hvað heitir þessi sæta skepna? Skjáskot af vef írska bændablaðsins

Þetta er ekki aprílgabb. Mjög sjaldgæft lamb - nú eða kiðlingur, kom í heiminn á bóndabæ á Írlandi nýverið. Þetta litla dýr er afkvæmi kindar og geitur. 

Slíkir blendingar eru kallaðir „geeps“ á ensku, hugsanlega „gindur“ á íslensku.

Í frétt BBC um málið segir að dýrið hafi komið í  heiminn fyrir um tveimur vikum á býli bóndans Paddy Murphy. Litla gindin er sérstök í útliti - ekki eins og kind og ekki eins og geit en þó...

„Ég hef aldrei séð neitt þessu líkt,“ segir Paddy bóndi í samtali við írska bændablaðið. Fjölskylda hans hefur stundað sauðfjárrækt kynslóð fram af kynslóð.

„Hann er alveg ótrúlegur,“ segir hann um litla hrútinn (kiðlinginn?). Dýrið er heilbrigt, að sögn bóndans.

Talsmaður bændasamtaka í Ulster segir að afkvæmi geita og kinda séu gríðarlega sjaldgæf og að hann viti ekki um nein önnur slík í augnablikinu á öllu Írlandi.

Frétt BBC um málið.

Efastu enn um tilvist þeirra? Hér má lesa frekar um þetta fyrirbæri.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér er að takast að koma skikki á hlutina og átt hrós skilið fyrir allt það erfiði sem þú hefur lagt á þig. Mundu að vinir og vandamenn eru sú stoð sem gott er að hafa.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér er að takast að koma skikki á hlutina og átt hrós skilið fyrir allt það erfiði sem þú hefur lagt á þig. Mundu að vinir og vandamenn eru sú stoð sem gott er að hafa.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Loka