Með kynlífsleikfang í maganum

Norsk­ur sjó­maður veiddi ný­verið óvenjukynþokka­full­an þorsk, að minnsta kosti þegar skoðað var í maga hans, þar sem inn­an um síld var titr­ara þar að finna. 

Bjørn Fri­lund, sem býr í Eids­bygda, veiddi 5-6 kíló þorsk í net þegar hann var á síld­veiðum á bát sín­um. Þótti hon­um kviður þorsks­ins frem­ur furðuleg­ur í lag­inu og þegar Fri­lund slægði þorskinn komu fyrst tvær síld­ar út og svo gúmmí­hlut­ur, seg­ir Fri­lund. Þegar hann fór að skoða grip­inn nán­ar reynd­ist þetta vera app­el­sínu­gult kyn­lífs­leik­fang, um 15-16 sm, að lengd.

„Ég veit að þorsk­ur­inn gleyp­ir nán­ast allt sem kjafti kem­ur en ég átti ekki von á þessu,“ seg­ir Fri­lund í viðtali við AFP.

Son­ur hans Marius tók mynd­ir af gripn­um og hef­ur frétt­in farið víða. Tel­ur veiðimaður­inn að þorsk­ur­inn hafi rugl­ast á kyn­lífs­leik­fang­inu og smokk­fiski. 

Frétt TV2

Frétt AFP

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Sporðdreki

Sign icon Vinir og alls kyns félagsskapur skiptir þig miklu um þessar mundir. Hins vegar ættirðu að segja sem minnst fyrr en þú veist fyrir víst hvað þú vilt segja.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofie Sar­en­brant
2
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
3
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
4
Jill Man­sell
5
Unni Lindell
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Sporðdreki

Sign icon Vinir og alls kyns félagsskapur skiptir þig miklu um þessar mundir. Hins vegar ættirðu að segja sem minnst fyrr en þú veist fyrir víst hvað þú vilt segja.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofie Sar­en­brant
2
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
3
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
4
Jill Man­sell
5
Unni Lindell