Norskur sjómaður veiddi nýverið óvenjukynþokkafullan þorsk, að minnsta kosti þegar skoðað var í maga hans, þar sem innan um síld var titrara þar að finna.
Bjørn Frilund, sem býr í Eidsbygda, veiddi 5-6 kíló þorsk í net þegar hann var á síldveiðum á bát sínum. Þótti honum kviður þorsksins fremur furðulegur í laginu og þegar Frilund slægði þorskinn komu fyrst tvær síldar út og svo gúmmíhlutur, segir Frilund. Þegar hann fór að skoða gripinn nánar reyndist þetta vera appelsínugult kynlífsleikfang, um 15-16 sm, að lengd.
„Ég veit að þorskurinn gleypir nánast allt sem kjafti kemur en ég átti ekki von á þessu,“ segir Frilund í viðtali við AFP.
Sonur hans Marius tók myndir af gripnum og hefur fréttin farið víða. Telur veiðimaðurinn að þorskurinn hafi ruglast á kynlífsleikfanginu og smokkfiski.