Svanir ráðast á erlenda nemendur

Mynd úr safni.
Mynd úr safni. mbl.is/Eyþór

Warwick há­skól­inn á Englandi hef­ur sett upp girðingu í kring­um stöðuvatn á lóð skól­ans til að koma í veg fyr­ir frek­ari árás­ir svana á nem­end­ur, þá sér í lagi af er­lend­um upp­runa.

Svan­irn­ir hafa verið sakaðir um að ráðast með harka­leg­um hætti á er­lenda nem­end­ur skól­ans þegar þeir ganga yfir brú hjá vatn­inu, í nánd við dval­arstað svan­anna.

Hundruðir nem­enda skól­ans nota brúna á hverj­um degi en nokkr­ir þeirra komust fljót­lega að því að svo virt­ist sem svan­irn­ir réðust ein­göngu á nem­end­ur af er­lend­um upp­runa.

„Svan­irn­ir eru mjög pirr­andi og nem­end­un­um líður eins og verið sé að leggja þá í einelti,“ seg­ir einn ind­versk­ur nem­andi skól­ans við The Tel­egraph. „Ég er frá Indlandi og þeir ráðist sér­stak­lega á mig. Þeir ein­beita sér að mér,“ bæt­ir hann við.

„Ég held að þeir vilji ekki hafa of marga Ind­verja í Englandi, kannski eru svan­irn­ir hér ras­ist­ar.“

„Þetta er skrítið. Svo virðist sem þeim geðjist ekki að út­lend­ing­um og ráðist á þá til að verja hreiðrin sín,“ seg­ir hin ít­alska Al­bert­ina Crocetti.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Naut

Sign icon Þig langar til að finna einhvern sem þú getur deilt hugmyndum þínum með. Listaverk, falleg föt, skartgripir og góður matur höfða sterkt til þín.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofie Sar­en­brant
2
Unni Lindell
3
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
4
Bjarki Bjarna­son
5
Jill Man­sell
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Naut

Sign icon Þig langar til að finna einhvern sem þú getur deilt hugmyndum þínum með. Listaverk, falleg föt, skartgripir og góður matur höfða sterkt til þín.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofie Sar­en­brant
2
Unni Lindell
3
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
4
Bjarki Bjarna­son
5
Jill Man­sell
Loka