Svanir ráðast á erlenda nemendur

Mynd úr safni.
Mynd úr safni. mbl.is/Eyþór

Warwick háskólinn á Englandi hefur sett upp girðingu í kringum stöðuvatn á lóð skólans til að koma í veg fyrir frekari árásir svana á nemendur, þá sér í lagi af erlendum uppruna.

Svanirnir hafa verið sakaðir um að ráðast með harkalegum hætti á erlenda nemendur skólans þegar þeir ganga yfir brú hjá vatninu, í nánd við dvalarstað svananna.

Hundruðir nemenda skólans nota brúna á hverjum degi en nokkrir þeirra komust fljótlega að því að svo virtist sem svanirnir réðust eingöngu á nemendur af erlendum uppruna.

„Svanirnir eru mjög pirrandi og nemendunum líður eins og verið sé að leggja þá í einelti,“ segir einn indverskur nemandi skólans við The Telegraph. „Ég er frá Indlandi og þeir ráðist sérstaklega á mig. Þeir einbeita sér að mér,“ bætir hann við.

„Ég held að þeir vilji ekki hafa of marga Indverja í Englandi, kannski eru svanirnir hér rasistar.“

„Þetta er skrítið. Svo virðist sem þeim geðjist ekki að útlendingum og ráðist á þá til að verja hreiðrin sín,“ segir hin ítalska Albertina Crocetti.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér kann að sýnast langt í milli þess sem þú hefur og þess sem þig dreymir um. Að binda trúss sitt við ranga fólkið getur leitt til þess að framfarir stöðvist.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Sofia Rutbäck Eriksson
4
Solja Krapu-Kallio
5
Sarah Morgan
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér kann að sýnast langt í milli þess sem þú hefur og þess sem þig dreymir um. Að binda trúss sitt við ranga fólkið getur leitt til þess að framfarir stöðvist.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Sofia Rutbäck Eriksson
4
Solja Krapu-Kallio
5
Sarah Morgan