Bavíanar töfðu för þingmanna

Bavíanar hræðast ekki fólk.
Bavíanar hræðast ekki fólk. AFP

Bavíanar sátu um hóp þingmanna í Úganda í Afríku og töfðu för þeirra á fund með tóbaksbændum í norðurhluta landsins. Þingmennirnir eru í heilbrigðismálanefnd þingsins og voru að fara að ræða nýtt frumvarp sem bannar tóbaksframleiðendum að eiga í beinum samskiptum við bændur sem rækta tóbak. Um umdeilt þingmannafrumvarp er að ræða.

Þingmennirnir höfðu stoppað á Karuma-brúnni fyrir hópmyndatöku á leið sinni til Lango í Kole-héraði er bavíanarnir streymdu að og komust þingmennirnir hvergi. Bavíanar eru nokkuð ágengir, þeir eru vanir því að njóta góðs af því þegar ferðamenn stoppa á brúnni til að taka myndir. Þingmennirnir losnuðu ekki úr „umsátrinu“ fyrr en þeir gáfu bavíönunum af nesti sínu, banana og fleira góðgæti, segir í frétt New Vision.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Væntingar annarra til þín munu líklega koma þér í opna skjöldu í dag eða þá að eitthvað stendur ekki undir væntingum þínum. Njóttu þess að slaka á í kvöld.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Steindór Ívarsson
2
Carla Kovach
3
Kathryn Hughes
5
Kolbrún Valbergsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Væntingar annarra til þín munu líklega koma þér í opna skjöldu í dag eða þá að eitthvað stendur ekki undir væntingum þínum. Njóttu þess að slaka á í kvöld.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Steindór Ívarsson
2
Carla Kovach
3
Kathryn Hughes
5
Kolbrún Valbergsdóttir