Sá hágrátandi segir af sér

Skjáskot af myndskeiðinu á YouTube.
Skjáskot af myndskeiðinu á YouTube.

Japanski stjórnmálamaðurinn Ryutaro Nonomura, sem er helst þekktur fyrir taumlausan grát, hefur sagt af sér. 

Nonumura er sveitarstjórnarmaður og hefur öðlast heimsfrægð fyrir að gráta hástöfum þar sem hann var að reyna að útskýra þátt sinn í misnotkun á opinberu fé á blaðamannafundi í síðustu viku. 

Héraðsþingið í Hyogo féllst á afsögn Nonomura, 47 ára, í morgun enda hefur hann verið kærður fyrir spillingu og fjársvik í krafti starfs síns á þinginu.

Nonomura, sem var kjörinn á þingið árið 2011 er sakaður um að hafa misnotað opinbert fé til einkanota, alls þrjár milljónir jena, 3,4 milljónir króna. Meðal annars notaði hann peninga í ferðalög, flest til og frá heilsulind sem hann virðist hafa heimsótt í yfir 100 skipti á einu ári. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú munt fá góða hugmynd um hvernig hægt sé að bæta ákveðna hluti heima. Þú færð eitthvað gefins í dag sem mun kæta þig mikið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Solja Krapu-Kallio
4
Sarah Morgan
5
Sofia Rutbäck Eriksson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú munt fá góða hugmynd um hvernig hægt sé að bæta ákveðna hluti heima. Þú færð eitthvað gefins í dag sem mun kæta þig mikið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Solja Krapu-Kallio
4
Sarah Morgan
5
Sofia Rutbäck Eriksson