Sá hágrátandi segir af sér

Skjáskot af myndskeiðinu á YouTube.
Skjáskot af myndskeiðinu á YouTube.

Jap­anski stjórn­mála­maður­inn Ryut­aro Nonomura, sem er helst þekkt­ur fyr­ir taum­laus­an grát, hef­ur sagt af sér. 

Nonumura er sveit­ar­stjórn­ar­maður og hef­ur öðlast heims­frægð fyr­ir að gráta há­stöf­um þar sem hann var að reyna að út­skýra þátt sinn í mis­notk­un á op­in­beru fé á blaðamanna­fundi í síðustu viku. 

Héraðsþingið í Hyogo féllst á af­sögn Nonomura, 47 ára, í morg­un enda hef­ur hann verið kærður fyr­ir spill­ingu og fjár­svik í krafti starfs síns á þing­inu.

Nonomura, sem var kjör­inn á þingið árið 2011 er sakaður um að hafa mis­notað op­in­bert fé til einka­nota, alls þrjár millj­ón­ir jena, 3,4 millj­ón­ir króna. Meðal ann­ars notaði hann pen­inga í ferðalög, flest til og frá heilsu­lind sem hann virðist hafa heim­sótt í yfir 100 skipti á einu ári. 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Vog

Sign icon Vertu viss um að þú njótir þess sem þú upplifir jafnóðum, í stað þess að vera með hugann við framtíðina. Ef maki þinn stendur ekki við skuldbindingar sínar, bjargar þú málunum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sebastian Richel­sen
2
Lone Theils
3
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
4
Guðrún J. Magnús­dótt­ir
5
Jón­ína Leós­dótt­ir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Vog

Sign icon Vertu viss um að þú njótir þess sem þú upplifir jafnóðum, í stað þess að vera með hugann við framtíðina. Ef maki þinn stendur ekki við skuldbindingar sínar, bjargar þú málunum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sebastian Richel­sen
2
Lone Theils
3
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
4
Guðrún J. Magnús­dótt­ir
5
Jón­ína Leós­dótt­ir