Flugu með hakakross yfir New York

Mynd af borðanum sem flogið var með yfir New York …
Mynd af borðanum sem flogið var með yfir New York í dag. Mynd/Proswastika.org

Mörg­um gest­um á baðströnd í New York brá held­ur bet­ur í brún þegar flug­vél flaug yfir strönd­ina með borða með hakakrossi. Borðinn til­heyrði þó ekki nas­ist­um held­ur sam­tök­um sem berj­ast fyr­ir virðingu kross­ins sem hið forna tákn sem hann er og vilja þvo nas­ist­astimp­il­inn af sögu hans. 

Raeli­an-sam­tök­in eru alþjóðleg sam­tök áhuga­manna um hakakross­inn eða „sw­astika“ eins og upp­haf­legt heiti hans er. Í mörg ár hafa þeir reglu­lega staðið fyr­ir gjörn­ing­um sem eiga að þvo sögu nas­ism­ans af fán­an­um. Meðlim­ir Raeli­an-sam­tak­anna, sem trúa því raun­ar einnig að jörðin sé sköp­un­ar­verk geim­vera, benda á að hakakross­inn sé mik­il­vægt trú­ar­tákn á meðal búdd­ista og hind­úa auk fleiri trú­ar­hópa. 

Á borðanum sem flogið var með yfir strönd­ina í New York stóð að hakakross­inn tákni frið og ást auk þess sem gef­in var upp heimasíða sam­tak­anna. 

Sjá frétt CBS-news

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert mínímalískur í hugsunum. Gott er að vera fullkomlega afslappaður og horfa á úr fjarlægð. Dagurinn færir þér dýpri skilning á sjálfum þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofie Sar­en­brant
2
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
3
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
4
Jill Man­sell
5
Unni Lindell
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert mínímalískur í hugsunum. Gott er að vera fullkomlega afslappaður og horfa á úr fjarlægð. Dagurinn færir þér dýpri skilning á sjálfum þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofie Sar­en­brant
2
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
3
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
4
Jill Man­sell
5
Unni Lindell