Flugu með hakakross yfir New York

Mynd af borðanum sem flogið var með yfir New York …
Mynd af borðanum sem flogið var með yfir New York í dag. Mynd/Proswastika.org

Mörgum gestum á baðströnd í New York brá heldur betur í brún þegar flugvél flaug yfir ströndina með borða með hakakrossi. Borðinn tilheyrði þó ekki nasistum heldur samtökum sem berjast fyrir virðingu krossins sem hið forna tákn sem hann er og vilja þvo nasistastimpilinn af sögu hans. 

Raelian-samtökin eru alþjóðleg samtök áhugamanna um hakakrossinn eða „swastika“ eins og upphaflegt heiti hans er. Í mörg ár hafa þeir reglulega staðið fyrir gjörningum sem eiga að þvo sögu nasismans af fánanum. Meðlimir Raelian-samtakanna, sem trúa því raunar einnig að jörðin sé sköpunarverk geimvera, benda á að hakakrossinn sé mikilvægt trúartákn á meðal búddista og hindúa auk fleiri trúarhópa. 

Á borðanum sem flogið var með yfir ströndina í New York stóð að hakakrossinn tákni frið og ást auk þess sem gefin var upp heimasíða samtakanna. 

Sjá frétt CBS-news

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar