Ófrísk stúlka fannst látin í skotti bifreiðar

Mynd/Wikipedia

18 ára stúlka í Michigan í Bandaríkjunum fannst látin, innilokuð í skott bifreiðar í dag. Brook Ann Slocum var komin átta mánuði á leið þegar hún var myrt af manni sem hún hafði kynnst á vefsíðunni Craigslist. 

Hún og kærasti hennar höfðu komist í samband við morðingjann á vefsíðunni ætluðu þau að hittast til þess að stunda kynlíf saman, stúlkan og morðinginn, á meðan kærastinn horfði á. Í gær fannst kærasti hennar látinn, með afskorið höfuð í nágrenni við heimili sitt, en höfuð hanns hefur enn ekki fundist. 

Lögreglan fór þá að heimili morðingjans. Hann flúði og ók bifreið sinni á brott. Eftir stuttan spöl lenti hann í árekstri og tók hann þá upp skammbyssu, skaut sig og beið þannig bana. Í skotti bifreiðarinnar fannst stúlkan látin. 

Sjá frétt CBS news

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar