Kona og karlmaður voru handteknin í Orem í Utah í Bandaríkjunum á föstudag, grunuð um þjófnað, en lögregla sagði konuna hafa gleypt stolinn hring í tilraun til að fela hann.
Þetta kemur fram á fréttavef CBS news.
Lögreglan á svæðinu sagði röntgenmynd hafa sýnt að hringurinn var í maganum á hinni 25 ára gömlu Christinu Schlegel.
Rannsakendur segja hinn 29 ára gamla Bryan Ford hafa verið búinn að skoða hring að andvirði þúsunda dollara í skartgripabúðinni Zales á föstudagskvöld í Orem, um 70 km sunnan af Salt Lake City, þegar hann hljóp með hann á brott.
Lögreglan segir manninn hafa verið eltan af starfsmanni verslunarinnar, en hann hafi komist undan og upp í bíl sem Schlegel ók. Lögreglumenn stöðvuðu bílinn og handtóku þau bæði stuttu seinna.
Lögreglumenn áttu í vandræðum með að finna hringinn þar til röntgenmynd var tekin af maga Schlegel.