Gleypti stolinn hring

OREM DEPARTMENT OF PUBLIC SAFETY

Kona og karlmaður voru handteknin í Orem í Utah í Bandaríkjunum á föstudag, grunuð um þjófnað, en lögregla sagði konuna hafa gleypt stolinn hring í tilraun til að fela hann. 

Þetta kemur fram á fréttavef CBS news.

Lögreglan á svæðinu sagði röntgenmynd hafa sýnt að hringurinn var í maganum á hinni 25 ára gömlu Christinu Schlegel.

Rannsakendur segja hinn 29 ára gamla Bryan Ford hafa verið búinn að skoða hring að andvirði þúsunda dollara í skartgripabúðinni Zales á föstudagskvöld í Orem, um 70 km sunnan af Salt Lake City, þegar hann hljóp með hann á brott.

Lögreglan segir manninn hafa verið eltan af starfsmanni verslunarinnar, en hann hafi komist undan og upp í bíl sem Schlegel ók. Lögreglumenn stöðvuðu bílinn og handtóku þau bæði stuttu seinna.

Lögreglumenn áttu í vandræðum með að finna hringinn þar til röntgenmynd var tekin af maga Schlegel.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sumt af því sem þú ert að reyna að afreka er mjög djarft, kannski af því að þú veist að það mun hefja keðjuverkun og líf þitt verður aldrei samt. Vertu opin/n fyrir skoðunum annarra.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Unnur Lilja Aradóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sumt af því sem þú ert að reyna að afreka er mjög djarft, kannski af því að þú veist að það mun hefja keðjuverkun og líf þitt verður aldrei samt. Vertu opin/n fyrir skoðunum annarra.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Unnur Lilja Aradóttir