Hugsanleg ákæra á hendur Clinton veldur ólgu

Á fimmtu­dag mun full­trúa­deild Banda­ríkjaþings taka til um­fjöll­un­ar hugs­an­lega ákæru til emb­ætt­ismissis á hend­ur Bill Cl­int­on, for­seta. Ný skoðana­könn­un á veg­um New York Times og CBS-frétta­stof­unn­ar leiðir í ljós að 64% Banda­ríkja­manna eru enn and­víg­ir því að full­trú­ar þeirra á þingi greiði ákæru at­kvæði sitt. 24% styðja ákæru en 37% stinga upp á mála­miðlun milli þings­ins og for­set­ans. Í gær kynntu ABC-frétta­stof­an og Washingt­on Post svipaðar niður­stöður úr aðskildri könn­un. Þar kom þó í ljós að meiri­hluti kjós­enda heimt­ar af­sögn for­set­ans, verði hann ákærður á annað borð.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert
Loka