Vilja sjá mannaða geimferð til Mars

Geimfarinn Buzz Aldrin minnist geimferðarinnar sem hófst fyrir 30 árum.
Geimfarinn Buzz Aldrin minnist geimferðarinnar sem hófst fyrir 30 árum. Reuters

Þrír bandarískir geimfarar, sem tóku þátt í geimferð Bandaríkjanna til tunglsins sem hófst fyrir 30 árum, hafa hvatt til þess að undirbúningur verði hafinn að því að senda mannað geimfar til Mars, samkvæmt því sem fram kemur á vefsíðu BBC.

Geimfararnir Neil Armstrong, Buzz Aldrin og Gene Cernan komu saman í Kennedy-geimstöðinni í Flórída í gær til að minnast þess að 30 ár eru frá því þeir lögðu af stað út í geiminn í geimfarinu Apollo 11. Neil Armstrong, sem fyrstur manna steig á tunglið, sagði við þetta tækifæri að geimferðin hefði sýnt mönnum fram á það að þeir væru ekki eilíflega hlekkjaðir við eina plánetu og að möguleikar þeirra væru óþrjótandi.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert