Rússar þurfa hugsanlega að fresta því að láta hina aldurhnignu geimstöð, Mír, falla til jarðar en áætluð "jarðarför" stöðvarinnar var dagana 27. eða 28. febrúar á næsta ári. Ástæða frestunarinnar er sú að í gær misstu Rússar samband við Mír um tíma, sem skapar ákveðna óvissu og áhættu.
„Það sem gerðist í gær getur valdið nokkrum breytingum á áætlunum okkar," sagði Júrí Koptjev, yfirmaður Geimferðastofnunar Rússlands, í dag. „Vandamál geta komið upp hvenær sem er. Geimurinn er áhættusamt svæði," bætti hann við.