Bush boðar geimferðir til tunglsins og Mars

George W. Bush ræðir við geimfarann Michael Foale, sem er …
George W. Bush ræðir við geimfarann Michael Foale, sem er um borð í alþjóðlegu geimstöðinni, við upphaf blaðamannafundar í höfuðstöðvum NASA í kvöld. AP

George W. Bush, Bandaríkjaforseti, sagði í ræðu í kvöld, að Bandaríkin muni senda menn til tunglsins á ný á árunum 2015 til 2020. Sagði hann að menn muni búa og starfa á tunglinu til að undirbúa frekari könnun geimsins, svo sem ferðir til Mars.

Gert er ráð fyrir að NASA fái 12 milljarða dala, um 850 milljarða króna, á næstu fimm árum til að þróa nýja gerð geimfara sem koma eiga í stað geimferjanna og geta flutt menn til Mars. Þar af verða 11 milljarðar dala færðir frá öðrum verkefnum NASA en 1 milljarður dala verður ný fjárveiting. nýja tegund geimfara

„Við vitum ekki hvar þessi ferð mun enda, en við vitum að menn eru á leið út í alheiminn," sagði Bush.

Hann sagði að í hinni nýju geimferðasýn fælist að geimfarar verði sendir til tunglsins jafnvel árið 2015 en ekki síðar en 2020, rannsaka tunglið með það að markmiði að nota það sem bækistöð fyrir ferðir til Mars, hefja geimferðir á ný með geimferjum en hætta notkun þeirra 2010, þróa nýja tegund geimfara og ljúka byggingu alþjóðlegu geimstöðvarinnar fyrir 2010.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert