Þessi ljósmynd af skjá sýnir brot úr myndbandsupptöku sem tekin var með innrauðu ljósi úr mexíkóskri herflugvél á eftirlitsflugi. Á myndinni, sem var tekin 25. marz sl., sjást sjö lýsandi hlutir á flugi hátt yfir strandhéraðinu Campeche við Mexíkóflóa.
Mexíkóska varnarmálaráðuneytið lét blaðamann þar í landi fá afrit af myndbandinu og í kjölfarið kom það fyrir sjónir almennings. Alls sjást ellefu óþekktir fljúgandi hlutir (UFO) í upptökunni. Hvorki mexíkóski flugherinn né nokkur annar hefur getað skýrt með trúverðugum hætti hvaða fyrirbæri var þarna á ferðinni.