Hraðatakmarkanir settar á sænska reiðhjólamenn

Reiðhjólamenn í Stokkhólmi verða hraðamældir og gætu fengið sekt í …
Reiðhjólamenn í Stokkhólmi verða hraðamældir og gætu fengið sekt í sumar. Reuters

Á þremur hjólaleiðum í Stokkhólmi verða settar hraðatakmarkanir frá og með 1. maí. Þá verður bannað að hjóla á meiri hraða en 20 km á klukkustund á Västerbron, Norður Mälarstrand og Suður Mälarstrand. Bannið er sett á tímabundið út sumarið en gæti orðið varanlegt.

Nýr umferðaþrengslaskattur í miðbæ Stokkhólms og hátt verð á bensíni hefur gert það að verkum að fólk notar síður einkabílinn innan borgarinnar og telja menn að í vor verði reiðhjólaumferðin enn meiri en áður og þá þurfi að hafa hemil á hraða reiðhjólamannanna.

Fréttavefur Dagens Nyheter skýrði frá því í gær að lögreglan muni hafa heimild til að gera reiðhjól „hraðhjólara” upptæk í allt að mánuð.

Þetta atvik í Frakklandi gæti verið víti til varnaðar fyrir …
Þetta atvik í Frakklandi gæti verið víti til varnaðar fyrir sænska reiðhjólamenn sem freistast til að hjóla of hratt. Reuters
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka