Hundruð þúsunda, flestir innflytjendur frá rómönsku Ameríku, mættu ekki til vinnu í dag og gengu um götur stórborga Bandaríkjanna til að mótmæla breytingum á innflytjendalöggjöf sem gerir ólöglegum innflytjendum meðal annars erfitt um vik að fá ríkisborgararéttindi og að þeir fá einungis að vera í landinu í sex ár ef sannað þykir að enginn Bandaríkjamaður fáist í störf sem þeir vinna. Á mörgum stöðum þurfti að loka verksmiðjum, mörkuðum, býlum og veitingahúsum þar sem innflytjendur mættu ekki til vinnu. Voru mótmælin í dag undir yfirskriftinni "Dagur án innflytjenda".