Leifar af mjög auðguðu úrani fundust í Íran

Ajatollah Ali Khameni, trúarleiðtogi Írana, skoðar sjálfsævisögu Bill Clintons fyrrum …
Ajatollah Ali Khameni, trúarleiðtogi Írana, skoðar sjálfsævisögu Bill Clintons fyrrum Bandaríkjaforseta 'My Life' á alþjóðlegum bókamarkaði í Teheran í gær. AP

Alþjóðakjarnorkumálastofnunin tilkynnti í dag að leifar af mjög auðguðu úrani hefðu fundist í Íran. Ekki hefur verið greint frá því hvar efnið fannst en bein tengsl eru sögð á milli fundarstaðarins og varnarmálaráðuneyti landsins. Þá segja talsmenn stofnunarinnar fundinn benda til þess að yfirvöld í Teheran vinni með leynd að þróun kjarnorkutækni sem hugsanlega megi nota til kjarnorkuvopnaframleiðslu.

Rannsókn á gögnunum er á frumstigi en ónafngreindur heimildarmaður AP fréttastofunnar segir fyrstu niðurstöður benda til þess að hlutfall auðgaðs úrans í efninu hafi verið nærri því sem nauðsynlegt er til byggingar kjarnorkusprengju. Þó er hugsanlegt að um sé að ræða efni sem hafi verið flutt leynilega til Írans frá Pakistan en fyrir þremur árum komst upp að upplýsingum um kjarnorkutækni og efni til slíkrar þróunar hafi verið smyglað á milli landanna í tvo áratugi.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka