Forsætisráðherra Hollands vonast til þess að Hirsi Ali haldi réttindum sínum

Hollenska þingkonan Hirsi Ali hyggst yfirgefa Holland eftir þær deilur …
Hollenska þingkonan Hirsi Ali hyggst yfirgefa Holland eftir þær deilur sem hafa staðið varðandi ríkisborgararétt hennar. AP

Forsætisráðherra Hollands, Jan Peter Balkenende, sagði í dag að hann voni að þingkonan, Ayaan Hirsi Ali, myndi fá að halda áfram að vera hollenskur ríkisborgari sínum þrátt fyrir þær deilur sem nú standa yfir vegna ríkisborgararéttar hennar. Hætt er við því að hann verði dreginn tilbaka sökum þess að hún laug þegar hún sótti um hæli í Hollandi fyrir 14 árum.

„Ég vona hennar vegna að hún haldi áfram að vera eða fái að vera hollenskur ríkisborgari,“ sagði ráðherrann í dag.

Hirsi Ali, sem fæddist í Sómalíu, tilkynnti það í vikunni að hún hygðist fara frá Hollandi í kjölfar deilna sem hafa komið upp vegna þess að hún sagði ósatt þegar hún sótti um hæli árið 1992.

Hollenski innflytjendaráðherrann, Rita Verdonk, sagði að sú staðreynd að Hirsi Ali hefði logið til um nafn sitt og fæðingardag gerði það að verkum að ríkisborgararéttur hennar væri ógildur. Eftir heitar deilur á þinginu samþykkti ráðherrann í gær að athuga hvort Hirsi Ali gæti haldið réttindum sínum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert