92 ára ökumaður keyrði inn í hóp af reiðhjólamönnum sem tóku þátt í hjólreiðakeppnni í kringum Vänern-vatn í Svíþjóð í morgun. Maðurinn stakk af frá slysstað, en fannst fljótlega í heimabyggð sinni í dreifbýliskjarnanum Fjugesta vestan við Örebro. Lögreglan svipti hann ökuréttindum á staðnum. Tveir til þrír reiðhjólamannanna voru sendir á sjúkrahús með minniháttar meiðsl en hinir hlutu skrámur.
Fréttavefur Dagens Nyheter skýrði frá því að maðurinn hefði komið aftan að hjólreiðaklungunni.