Frændi Saddams býr í Svíþjóð

Frændi Saddams Husseins, fyrrum forseta Íraks, býr í Svíþjóð og hefur sótt þar um hæli en umsókninni var hafnað. Blaðið Expressen segir að maðurinn sé fyrrum hershöfðingi í flugher Íraks. Hann sé á sextugsaldri og hafi búið skammt utan við Stokkhólm ásamt fjölskyldu sinni í tvö ár.

Lögreglan telur að maðurinn sé ógn við öryggi landsins og hafi átt þátt í stríðsglæpum í Írak en því neitar lögmaður mannsins, Kati Lo Forte.

Haft var eftir Lo Forte í blaðinu, að maðurinn óttaðist að verða dreginn fyrir rétt ef hann snéri aftur til Íraks vegna stjórnmálaskoðana sinna og þess að hann hefði haft ákveðna félagslega sérstöðu.

Lögregla í Svíþjóð sagði AFP fréttastofunni í nóvember, að um það bil tugur fyrrum embættismanna í Írak væru í Svíþjóð og hefðu mennirnir óskað eftir hæli í landinu. Verið væri að rannsaka hvort þeir hefðu gert sig seka um stríðsglæpi og mannúðarglæpi.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert