Evrópusambandið hrinti í dag af stað herferð til að hvetja Evrópubúa til að hjálpa til við að hindra gróðurhúsaáhrif. José Manuel Barroso, forseti Evrópuráðsins, kynnti herferðina í dag og sagði smávægilegar breytingar á daglegum venjum geti skipt máli, t.d. að lækka hitastigið á heimilinu um eina gráðu. Kjörorð herferðarinnar eru: „Lækka, slökkva, endurvinna, ganga.“
Sambandið hefur í tilefni herferðarinnar gefið út lista yfir 50 einföld ráð til þess að minnka losun gróðurhúsalöfttegunda. Um 16% losunar gróðurhúsalofttegunda í ESB koma frá heimilum sambandsins, einkum vegna orkunotkunar en einnig vegna samgangna. Hver íbúi sambandsins losar að meðaltali um 11 tonn af gróðurhúsalofttegundum á ári.