Indónesísk par á eyjunni Jövu lét verða af því að gifta sig í dag þrátt fyrir hamfarirnar sem ollu mikilli eyðileggingu, en heimili þeirra er á meðal þeirra húsa sem urðu illa úti í jarðskjálftanum sl. laugardag.
Ólíkt flestum brúðkaupum á Jövu þá var athöfnin einföld og án tónlistar. Brúðkaupið, sem átti sér stað í miðri eyðileggingunni, var ljúfsárt. Hjónin vonast hinsvegar til þess að það muni ekki líða á löngu þar til samfélagið nær að byggja sig upp á nýjan leik og horfa hjónin í átt til framtíðar.
Brúðguminn, sem starfar hjá húsgagnafyrirtæki, og brúðurin, sem starfar í sígarettuverksmiðju, hafa ekki áætlað neitt annað á næstunni en að laga heimili sitt.