Höfuðslæður íslamskra kvenna bannaðar í Norður Rín - Vestfalíu

Fjölmennasta ríki Þýskalands, Norður Rín - Vestfalía lagði í dag bann við því að kennarar í ríkisreknum barnaskólum beri höfuðsjöl að hætti íslamskra kvenna. Nú gildir slíkt bann í átta af sextán ríkjum þýska sambandslýðveldisins. Samtök múslíma í Þýskalandi telja að hin nýju lög stríði gegn stjórnarskrá landsins því þau mismuni fólki eftir trúarbrögðum.

Í Þýskalandi er að finna flesta Tyrki sem búa utan Tyrklands. Deilan um höfuðklútana kom upp 2003 er Franska þingið ræddi slík lög og lögleiddi síðan 2004. Í Þýskalandi var sú ákvörðun tekin að aðildarríkin 16 ættu hvert fyrir sig að ákvarða hvort slæðubann ætti að gilda á þeirra umráðasviði.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert