Reyndi að smygla kókaíni í leikfangabangsa

Þýsk­ir toll­verðir fundu kókaín, að verðmæti nærri fimm millj­ón­um króna, í leik­fanga­bangsa, sem 15 ára sviss­nesk stúlka ætlaði að taka með sér yfir landa­mæri Hol­lands og Sviss.

Toll­verðir, sem fóru um borð í hraðlest á leið frá Hollandi og Sviss í lok apríl, fannst leik­fanga­bangs­inn, sem stúlk­an var með, nokkuð grun­sam­leg­ur. Hann var óvenju­lega þung­ur og einnig var aukasaum­ur á mag­an­um á hon­um.

Stúlk­an sagði upp­haf­lega að hún ætlaði að færa vini sín­um bangs­ann að gjöf en viður­kenndi á end­an­um að hann væri full­ur af kókaíni, sem hún hefði verið feng­in til að smygla til Sviss.

Alls fund­ust 72 plast­pok­ar með kókaíni í bangs­an­um. Stúlk­an sagðist hafa fengið 3 þúsund evr­ur, jafn­v­irði tæpra 300 þúsund króna, fyr­ir viðvikið.

Verið er að leita að for­sprökk­um smygl­hrings­ins.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert