Þýskir tollverðir fundu kókaín, að verðmæti nærri fimm milljónum króna, í leikfangabangsa, sem 15 ára svissnesk stúlka ætlaði að taka með sér yfir landamæri Hollands og Sviss.
Tollverðir, sem fóru um borð í hraðlest á leið frá Hollandi og Sviss í lok apríl, fannst leikfangabangsinn, sem stúlkan var með, nokkuð grunsamlegur. Hann var óvenjulega þungur og einnig var aukasaumur á maganum á honum.
Stúlkan sagði upphaflega að hún ætlaði að færa vini sínum bangsann að gjöf en viðurkenndi á endanum að hann væri fullur af kókaíni, sem hún hefði verið fengin til að smygla til Sviss.
Alls fundust 72 plastpokar með kókaíni í bangsanum. Stúlkan sagðist hafa fengið 3 þúsund evrur, jafnvirði tæpra 300 þúsund króna, fyrir viðvikið.
Verið er að leita að forsprökkum smyglhringsins.