Sautján handteknir í Kanada vegna skipulagningar hryðjuverka

Lögreglumenn í Ontario í Kanada hafa gert húsleitir vegna gruns …
Lögreglumenn í Ontario í Kanada hafa gert húsleitir vegna gruns um skipulagningu hryðjuverka í héraðinu Reuters

Tólf karlmenn og fimm unglingar voru handteknir í nótt vegna gruns um að hafa verið að skipuleggja hryðjuverk á nokkrum stöðum í Ontario, stærsta héraði Kanada. Konunglega kanadíska lögreglan (RCMP) stóð ásamt öryggisstofnunum landsins fyrir handtöku mannanna. Rannsóknin sem stóð yfir í nokkurn tíma bendir til þess að þeir handteknu hafi ætlað að „fremja röð hryðjuverka á kanadískum skotmörkum”

Hópurinn er sagður hafa orðið sér úti um þrjú tonn af ammonium-nítrati, sem finnst í áburði og hluti til sprengjugerðar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert