Solana á leið til Írans með tillögur vesturveldanna

Von var á Javier Solana, utanríkismálastjóra Evrópusambandsins, til Teheran, höfuðborg Írans, í kvöld til að afhenda írönskum stjórnvöldum formlega tilboð frá Bandaríkjamönnum, Rússum, Kínverjum, Frökkum, Englendingum og Þjóðverjum um viðræður.

Í tilboði ríkjanna felst ýmislegt, sem ætlað er að virka hvetjandi á Írani að láta af kjarnorkuáætlunum sínum. Hunsi þeir tillögurnar vofa hins vegar yfir þeim viðskiptaþvinganir eða aðrar refsingar af hálfu alþjóðasamfélagsins.

Ekki var búist við því að Solana yrði í Íran nema einn dag en hann mun ganga á fund Mahmoud Ahmadinejad, forseta landsins á morgun og afhenda honum tillögurnar. Ekki er hins vegar gert ráð fyrir því að hann eigi viðræður við aðra íranska ráðamenn.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert