Aðgangur hindraður að Google.com í Kína

Maður á netkaffihúsi leitar upplýsinga á Netinu með aðstoð leitarsíðunnar …
Maður á netkaffihúsi leitar upplýsinga á Netinu með aðstoð leitarsíðunnar Google.com. Reuters

Kínversk stjórnvöld hafa lokað fyrir aðgang flestra heimilistölva að bandarískri leitarsíðu Google, www.google.com. Netverjar í stærstu borgum Kína hafa átt í miklum vandræðum með að komast inn á síðuna undanfarna viku, að því er samtökin Blaðamenn án landamæra greina frá. Kínverska leitarsíðan, Google.cn, er þó í lagi en þar er það pólitíska efni sigtað út, sem ekki hugnast kommúnistastjórninni.

Blaðamannasamtökin segja það koma á óvart að búið sé að loka fyrir google.com, þar sem Google sé í hópi þeirra erlendu fyrirtækja sem gangist við ritskoðun kínversku stjórnarinnar. Auk þess að loka fyrir síðuna hefur verið lokað á fréttaþjónustu og póstþjónustu Google, Google News og Google Mail.

Bandarísku fyrirtækin Microsoft, Yahoo og Cisco Systems hafa einnig verið sökuð um að hlýða ritskoðunarskipunum stjórnvalda í Kína í skiptum fyrir aðgang að einum stærsta markaði heims. Fréttavefur BBC segir frá þessu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert