Kandadíska lögreglan hefur upprætt tug hryðjuverkahópa undanfarin tvö ár

Kanadíska alríkislögreglan hefur upprætt eða raskað starfsemi að minnsta kosti tíu hryðjuverkahópa í landinu á undanförnum tveim árum, að því er fram kemur í gögnum sem lögreglan lét Stockwell Day, ráðherra almannaöryggis, í té og kanadískir fjölmiðlar greina frá.

Ýmsum aðferðum er beitt til að raska starfsemi meintra hryðjuverkamanna þegar lögreglan hefur ekki nægar sannanir til að leggja fram ákæru, að því er fréttavefur The Globe and Mail hefur eftir alríkislögreglunni og kanadísku leyniþjónustunni (CSIS).

Ekki kemur fram í gögnum lögreglunnar um hvaða hópa hafi verið að ræða, eða hvar þeir hafi haft aðsetur. En lögreglan segir að sá árangur sem hafi náðst hafi „dregið verulega úr hryðjuverkaógn í Kanada og erlendis“.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert