Nýtt fuglaflensutilfelli í alifuglum í Kína

Nýtt fuglaflensutilfelli hefur komið í ljós í alifuglum í kínverska héraðinu Xinjiang að sögn landbúnaðarráðuneytis landsins. Hinn mannskæði H5N1 stofn fuglaflensu fannst í fuglum í Hetian-sýslu að sögn ráðuneytisins.

Ekki kom fram hversu margir fuglar væru smitaðir af veirunni.

Tilkynnt hefur verið um nokkur tilfelli um flensu í villtum fuglum á undanförnum mánuðum, en síðast varð vart við H5N1 í alifuglum í Anhui héraðinu í febrúar.

Þá hefur verið tilkynnt um yfir 30 fuglaflensutilfelli í Kína undanfarið ár, en svo virðist sem að herferð til þess að bólusetja fugla, sem hófst á síðasta ári, hafi borið árangur og fækkað sýktum fuglum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert