Fólk varað við því að stunda líkamsrækt utandyra í Bretlandi vegna hita og mengunar

Mik­ill hiti í Bretlandi veld­ur mönn­um nú áhyggj­um, en í gær var mesti hiti þar í 80 ár og hef­ur það mik­il áhrif á heilsu manna þar sem meng­un eykst og gróðurof­næmi. Heil­brigðis­yf­ir­völd hvöttu fólk til þess að fara var­lega í gær og forðast að stunda lík­ams­rækt ut­an­dyra síðdeg­is og sleppa því að keyra bíla væri þess kost­ur. Loft­lags­breyt­ing­ar gætu valdið því í framtíðinni að gríðarlega heit sum­ur verði fast­ur liður í Bretlandi og valdið dauðsföll­um.

Hlýn­un lofts­lags er einnig tal­in valda auknu frjó­korna­of­næmi í Bretlandi, en í maí sl. sagði sér­fræðing­ur á því sviði að magn þeirra yrði sí­fellt meira í and­rúms­loft­inu. Allt bend­ir til þess að mik­ill hiti verði áfram í Bretlandi það sem eft­ir er júní­mánaðar og meng­un því aukast enn.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert