Fólk varað við því að stunda líkamsrækt utandyra í Bretlandi vegna hita og mengunar

Mikill hiti í Bretlandi veldur mönnum nú áhyggjum, en í gær var mesti hiti þar í 80 ár og hefur það mikil áhrif á heilsu manna þar sem mengun eykst og gróðurofnæmi. Heilbrigðisyfirvöld hvöttu fólk til þess að fara varlega í gær og forðast að stunda líkamsrækt utandyra síðdegis og sleppa því að keyra bíla væri þess kostur. Loftlagsbreytingar gætu valdið því í framtíðinni að gríðarlega heit sumur verði fastur liður í Bretlandi og valdið dauðsföllum.

Hlýnun loftslags er einnig talin valda auknu frjókornaofnæmi í Bretlandi, en í maí sl. sagði sérfræðingur á því sviði að magn þeirra yrði sífellt meira í andrúmsloftinu. Allt bendir til þess að mikill hiti verði áfram í Bretlandi það sem eftir er júnímánaðar og mengun því aukast enn.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka