Tíu íbúar indónesísku eyjunnar Siberut, við vesturströnd Súmötru, hafa látist eftir að hafa borðað skjaldbökusúpu, þ.á m. þrjú börn. Þeir látnu, sem tilheyrðu allir sömu fjölskyldu, tóku þátt í brúðkaupsveislu þar sem boðið var upp á skjaldbökusúpu. Svo virðist sem hinir látnu hafi látist úr matareitrun eftir að hafa veitt skjaldbökurnar og meðhöndlað kjötið. Þetta er í þriðja sinn á einu ári sem fólk deyr á eyjunni eftir að hafa borðað skjaldbökukjöt.