Símon Peres, aðstoðarforsætisráðherra Ísraels, segir mikla fátækt og einangrun bíða Írana fallist þeir ekki á kröfur alþjóðasamfélagsins um að þeir hætti kjarnorkuþróun sinni. Peres bendir á, að fjöldi Írana hafi tvöfaldast á síðustu fimmtán árum og að atvinnuleysi hafi aukist mikið á sama tíma og yfirvöld hafi lagt ofuráherslu á varnarmál. Þau hljóti hins vegar að gera sér grein fyrir því að þau eigi ekki um annað að velja en að láta undan þrýstingi alþjóðasamfélagsins. Þetta kemur fram á fréttavef Ha’arerz.