Cadbury súkkulaðistykki tekin úr umferð af ótta við salmonellusýkingu

Yfir milljón súkkulaðistykkja frá Cadbury hafa verið tekin úr sölu úr verslunum af ótta við að þau séu sýkt af salmonellu. Fyrirtækið segist hafa samþykkt að afturkalla sjö af vinsælustu vörum þeirra í Bretlandi eftir að hafa átt fund með breska matvælaeftirlitinu.

Umrædd súkkulaðistykki eru 250 gr. af Dairy Milk Turkish, Dairy Milk Caramel og Dairy Milk Mint stykkjum, Dairy Milk 8 klumpnum, eitt kíló af Dairy Milk stykkjum, 105 gr. af Dairy Milk Buttons páskaeggjum og 10 pensa Freddo stykkin. „Þetta er einfaldlega gert í varúðarráðstöfunarskyni þar sem í sumum þessara vara geta leynst smáræðisleifar af salmonellu,“ segir talsmaður Cadbury.

„Cadbury hefur greint upptök vandans og leiðrétt hann, og það hefur gripið til aðgerða til þess að sjá til þess að viðkomandi vörur verði ekki lengur til sölu.“ Þá bætti talsmaður Cadbury því við að vænta megi að nýjar vörur verði komnar á hillurnar innan skamms.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert