Bush gagnrýnir uppljóstranir New York Times

George W. Bush Bandaríkjaforseti og Laura eiginkona hans á leið …
George W. Bush Bandaríkjaforseti og Laura eiginkona hans á leið til kirkju á sunnudag. AP

George W Bush Bandaríkjaforseti hefur sakað bandaríska fjölmiðla um að standa í vegi fyrir baráttunni gegn hryðjuverkum með því að birta viðkvæmar upplýsingar. Forsetinn gagnrýndi sérstaklega fréttaflutning New York Times af aðgerðum yfirvalda sem miða að því að rekja peningasendingar til hryðjuverkahópa og sagði uppljóstranirnar smán. Þetta kemur fram á fréttavef BBC.

Fulltrúar blaðsins segja málið varða almannaheill og málfrelsi fjölmiðla en blaðið greindi frá því í síðustu viku fyrst fjölmiðla að Bandaríkjastjórn hefði útvegað bandarísku leyniþjónustunni CIA heimild til að fylgjast með alþjóðlegum peningasendingum sem almennt er trúnaðarmál. Þá hefur blaðið áður hlotið Pulitzer verðlaunin fyrir að ljóstra upp um símahleranir yfirvalda í tengslum við baráttuna gegn hryðjuverkum.

Bush sagði uppljóstrunina gera Bandríkjunum erfiðara fyrir við að sigra í baráttunni gegn hryðjuverkum. „Við stöndum í stríði við hóp fólks sem vill skaða Bandaríkin og það að fólk skuli leka upplýsingum um verkefnið og blaðið birta þær skaðar Bandaríkin,” sagði hann. Þá sagði hann aðgerðirnar fullkomlega löglegar og réttmætar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert