Ný yfirlýsing frá Bin Laden

Bandaríska leyniþjónustan telur upptökuna vera af Bin Laden.
Bandaríska leyniþjónustan telur upptökuna vera af Bin Laden. Reuters

Osama Bin Laden, leiðtogi hryðjuverkasamtakanna al-Qaída, gaf út myndband á vefsíðu sem herskáir múslimar hafa notað til að gefa út yfirlýsingar. Bandarískir sérfræðingar eru sagðir hafa staðfest að um rödd Bin Ladens sé að ræða. Þetta kemur fram á fréttavef BBC.

Áður höfðu birst upplýsingar á vefsíðunni um að til stæði að gefa út yfirlýsingu frá Bin Laden. Myndbandið er nítján mínútna langt og í því hrósar Bin Laden hinum látna leiðtoga samtakanna, í Írak, al-Zarqawi og kallar hann ,,ljón heilags stríðs”.

Aðeins er um að ræða hljóðupptöku af rödd Bin Ladens en á myndbandinu eru ljósmyndir af honum og myndskeið sem sýna al-Zarqawi.

Þetta er fjórða hljóðupptakan sem Bin Laden gefur út á þessu ári.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert