Yfir tvö hundruð konur tóku þátt í kröfugöngu í Islamabad, höfuðborg Pakistan, þar sem þær kröfðust þess að stjórnvöld skylduðu kvenkyns nemendur til að bera hefðbundinn höfuðbúnað íslamstrúar í skólum. Báru konurnar spjöld þar sem fram kom að verjast ætti vestrænni menningu og verja þyrfti virðingu kvenna.