Neytendaráð Danmerkur og SF, flokkur sósialista, vilja að Dönum verði tryggður réttur til að fá ekki send heim til sín ókeypis dagblöð sem hefja göngu sína í síðsumars. Þetta kemur fram í danska dagblaðinu Berlingske Tidende. Um 80% Dana segjast vilja fá annað blaðið eða bæði send heim til sín, 90% þeirra segja hins vegar að fólk eigi að hafa rétt á því að afþakka blöðin.
Ætla talsmenn beggja aðila að beita sér fyrir því að samgönguráðherrann, Flemming Hansen, tryggi það að Danir geti afþakkað blöðin.Þá segir blaðafulltrúi neytendaráðsins, Bent Bøkman, að útgefendur sjálfir eigi einnig að sjá til þess blöðin berist ekki til þeirra sem vilja þau ekki.
Þá segir Bøkman að dreifendur verði að sjá til þess að dreifing blaðanna valdi fólki ekki óþægindum. Blaðið megi ekki sitja fast í bréfalúgu, eða opi á póstkassa, og ekki megi troða þeim inn undir húna á hurðum eða grindverkshliðum.