Felipe Calderon, frambjóðandi stjórnarflokksins í Mexíkó er með óyfirstíganlegt forskot á keppinaut sinn Andres Manual Lopez Obrador í forsetakosningunum í landinu, 99,92% atkvæða hafa verið talin. Calderon hefur hlotið 35,87% atkvæða en Obrador 35,32%. Um 220.000 atkvæðum munar á frambjóðendunum, en samkvæmt talningunni mun Calderon sigra þótt Obrador fái öll atkvæði sem ótalin eru.
Roberto Madrazo, frambjóðandi Stofnana-byltingarflokksins, sem fór með völd í landinu í um 70 ár, hefur fengið 22,27% atkvæða.
Ólíklegt þykir þó að Obrador uni þessum úrslitum, hann hefur sagst munu kæra niðurstöðurnar og vill láta telja hvert einasta atkvæði.