Hörð viðbrögð vegna birtingar ljósmyndar af Díönu prinsessu í dauðateygjunum

Díana prinsessa.
Díana prinsessa. Reuters

Ítalska tímaritið Chi hefur birt ljósmynd af Díönu heitinni prinsessu þar sem hún er í dauðateygjunum eftir áreksturinn í París. Umberto Brindani, ritstjóri tímaritsins, segist hafa birt myndinni af þeirri ástæðu einni að hún hafi ekki áður sést. Díana sést í aftursæti bílsins með höfuðið hangandi og sjúkraliði reynir að koma á hana súrefnisgrímu.

Brindani segir myndina ekki misbjóða neinum, hún sé falleg ef eitthvað er. ,,Hún er ekki dáin á myndinni og líkist meira sofandi prinsessu," segir ritstjórinn. Myndin hefur vakið hörð viðbrögð víða um heim. Sky fréttavefurinn segist vita til þess að sonum Díönu, Harry og William, hafi verið misboðið með myndbirtingunni. Þá hefur ítalska dagblaðið Corriere della Serra birt teikningar unnar eftir krufningu á líki Díönu, þar sem öllum sárum hennar eru gerð nákvæm skil.

Auk Díönu létust ástmaður hennar Dodi Fayed og bílstjórinn Henri Paul. Faðir Dodi, Mohammed Al Fayed, segir það skammarlegt hvað menn geri fyrir peninga og að birting myndana sé viðbjóðsleg.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert