Röð stórslysa á Indónesíu hefur áhrif á vinsældir forsetans því samkvæmt skoðanakönnun sem birt var í morgun trúa margir að náttúruhamfarir og stórslys séu merki æðri máttarvalda sem séu forsetanum reið.
Síðan að Susilo Bambang Yudhoyono tók við embætti forseta landsins 2004 hafa þrjár flóðbylgjur skollið á landinu, þar á meðal stóra flóðbylgjan 2004. Tveir skæðir jarðskjálftar, eldgos og tugi flóða og aurskriða eru á meðal þeirra náttúruhamfara sem dunið hafa á landinu í valdatíð forsetans og skip hafa sokkið og ein breiðþota hrapað.
52,5% þjóðarinnar telja að móðir náttúra sé reið Yudhoyono og gæti það komið sér illa sækist hann eftir endurkjöri í kosningunum 2009.