Lögreglukona með vændi að aukastarfi

Vændiskona í Amsterdam.
Vændiskona í Amsterdam. Reuters

Lögreglukona ein á Nýja-Sjálandi hefur þann óvenjulega aukastarfa að stunda vændi að kvöldlagi. Yfirmenn hennar komust að þessu en leyfðu henni engu að síður að sinna áfram lögreglustörfum. Konan er í lögreglunni í Auckland og segist hafa neyðst til þess að stunda vændi til viðbótar við lögreglustörfin vegna fjárhagsörðugleika.

Talsmaður lögreglunnar í Auckland segir starfsmönnum hennar heimilt að vera í öðru starfi en þó teldist vændi „óviðeigandi og ósamræmanlegt lögreglustörfum.“

Vændi var lögleitt á Nýja-Sjálandi árið 2003. Lögreglukonunni hefur verið vísað til ráðgjafa með vandamálið. Hún mun hafa stundað vændi í skamman tíma. Talið er að hún hafi unnið sér inn um 23.000 kr. á kvöldi, allt eftir því á hvaða vændishúsi hún vann. BBC segir frá þessu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert