Fjórir látnir í rigningum í Japan

A.m.k. fjórir hafa látist í miklum rigningum í Japan undanfarna daga sem hafa hrundið af stað skriðum og flóðum. Mest hefur rignt á eyjunni Kyushu, um 1.000 kílómetrum suðaustan við Tókýó, þar hefeur rignt um 120 sentimetrum frá því á þriðjudag. Veðurfræðingar vara við áframhaldandi rigningum á svæðnu og er búist við því að allt að 25 sentimetrar falli á næsta sólarhring.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert