Utanríkis- og öryggismálanefnd ísraelska þingsins ákvað á fundi sínum í morgun að herða ekki árásir Ísraelshers á skotmörk í Líbanon. Þó eru náværar kröfur um það meðal yfirmanna innan Ísraelshers að umfangsmikil herkvaðning fari fram í landinu. Ísraelsstjórn hefur ekki fallist á það að svo stöddu en beðið varalið um að búa sig undir hugsanlega herkvaðningu. Þetta kemur fram á fréttavef Ha'aretz.